þriðjudagur, 3. desember 2013

DÖKK SVEFNHERBERGI

Það er eitthvað við dökkmáluð svefnherbergi sem mér finnst svo heillandi.



 



 



mánudagur, 2. desember 2013

VÍNRAUTT

Ég fæ ekki nóg af vínrauða litnum sem er búinn að vera svo vinsæll síðustu vetra. Þessi litur nýtur sín best með svörtu, og svo fer gyllt skart einstaklega vel við þennan lit.







sunnudagur, 1. desember 2013

PRÓFATÍÐ

Nú er prófatíðin byrjuð, en eins leiðinleg og prófin eru þá er ljúft að hugsa til þess að jólafríið taki við eftir lærdómstörnina. Fyrsta prófið er á föstudaginn þannig ég hef alla vikuna til að undirbúa mig. Markmið næstu tveggja vikna er að vakna snemma, skipuleggja mig og halda mér við efnið allan daginn - sjáum til hvernig það gengur! Ég er akkúrat í erfiðustu námskeiðunum á þessari önn, en það þýðir ekkert annað en að standa sig. Þann 13. desember klára ég svo síðasta prófið og þá liggur leiðin beint upp í bústað til að hafa það kósý.
 

Prófakveðjur!

fimmtudagur, 14. nóvember 2013

AXLASÍTT HÁR

Í vor klippti ég hárið á mér nokkuð styttra en vanalega, um rétt fyrir ofan axlir. Ég var mjög ánægð með breytinguna og fann strax mun á því hversu hárið varð léttara og meðfærilegra. Mér fannst það líka verða líflegra og ég þurfti ekki að hafa eins mikið fyrir því. Ég var búin að vera með mjög sítt hár í svolítinn tíma þannig þetta var kærkomin tilbreyting. Ég er hins vegar núna alveg til í að safna aðeins aftur en svo er aldrei að vita nema ég klippi það aftur styttra næsta vor. Hér eru nokkrar sem púlla það mjög vel að vera með hár í styttri kantinum.













þriðjudagur, 12. nóvember 2013

MARMARI

Ég er komin með æði fyrir marmaraáferð. Ég hef verið að sjá undanfarið mikið um marmarabakka, sem og marmaraborð, -veggi og -borðplötur. Marmarinn virðist allavega vera orðinn mjög vinsæll hjá ýmsum heimilisvörumerkjum eins og t.d. Bloomingville og Ferm Living, sem býður m.a. upp á marmarveggfóður!





 Marmarabakki frá Bloomingville


Þetta iPhone hulstur er á óskalistanum, fæst hér

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...