þriðjudagur, 1. október 2013

PAPPÍRSRÖR

Ég er komin með æði fyrir litríku pappírsrörunum sem eru svo vinsæl. Þau eru tilvalin í veislur í stíl við litaþemað. Einnig er flott að setja þau í kokteila eða ávaxtasafana í brönsinn, og svo er ég handviss um að smoothies bragðist betur með þessum sætu röndóttu rörum.
Á Íslandi fást þau m.a. hjá Pappírsfélaginu, 25 stk á um 1.200 kr. Ég var hins vegar að kaupa mér 100 stk á Ebay fyrir sama verð - svört, bleik, lime græn og ljósbrún. Þar fást þau í öllum regnboganslitum, ýmist röndótt, doppótt, með chevron mynstri eða með hjörtum.






 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...