Það er mjög einfalt og ódýrt að gera veggskreytingar með teipi. Það er til dæmis hægt að nota litrík washi límbönd, en þau fást til dæmis í Söstrene Grene og Tiger. Hægt er að gera alls konar mynstur með teipinu, og svo er einfaldlega hægt að rífa það niður þegar maður vill breyta til. Einnig finnst mér koma mjög flott út að nota teipið til að ramma inn myndir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli